Orkuskipti bílaflota fyrirtækja.

Mörg fyrirtæki eru komin langt í sinni sjálfbærnivegferð t.d. í útskiptum í rafbíla ásamt hvatningu til starfsmanna og samstarfsfyrirtækja að skipta í rafbíla. Þannig er dregið hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengun í allri virðiskeðju fyrirtækisins á hagkvæman hátt.

En til að tryggja framúrskarandi árangur í orkuskipta verkefnum fyrirtækja er mikilvægt að uppbygging hleðslustöðva sé vel skipulögð. Þar eru sérfræðingar Íslenskrar Bílorku með mikla reynslu af skipulagi, uppsetningu og rekstri hleðslustöðva og bjóða fría úttekt, ráðgjöf og tilboð. Það eru tvær gerðir hleðslustöðva í boði.

  • Annars vegar geta fyrirtæki sett upp venjulegar AC hleðslustöðvar fyrir rafbíla og tengiltvinnbíla til hleðslu yfir nótt eða milli notkunar bílsins innan dagsins.
  • Hraðhleðsla (DC) er hins vegar hugsuð til að skjóta orku inn á rafhlöðu bílsins yfir daginn eða á lengri ferðum. Hraðhleðslustöðvar eru til í mörgum útfærslum og afköstum. 

Sendu okkur fyrirspurn um fría úttekt, ráðgjöf og tilboð vegna kaupa og uppsetningar hleðslustöðva hvort sem er hæghleðslustöðvar (AC) eða hraðhleðslustöðvar (DC) sem einnig fást á rekstrarleigu. Við svörum um hæl.

Hver er munurinn á AC hleðslustöð og DC hraðhleðslustöð?

AC hleðslustöðvar eru hæghleðslustöðvar og eru oftast kallaðar heimahleðslustöðvar en nýtast einnig við sumarhús eða hjá fyrirtækjum. AC hleðslustöð er hugsuð til að hlaða yfir nótt eða þegar möguleiki er að stoppa lengur en 3-4 tíma og er með Type2 tengi.

DC hraðhleðslustöð nýtist hins vegar til að skjóta inn á rafhlöðu rafbílsins í neysluhléum, milli verkefna eða á lengri ferðum og er oftast með CCS2 tengi.

Tengin, hvort sem er Type2 eða CCS2, eru stöðluð og passa fyrir fólksbíla, sendibíla, pallbíla, vörubíla eða hópferðabíla.

Viltu vita enn meira um muninn á hraðhleðslu og hæghleðslu? Skoðaðu algengar spurningar

Hleðsluafköst eru mismunandi eftir gerð hleðslustöðva.

Hleðsluafköst DC hraðhleðslustöðvar er mismunandi eftir því hversu afkastamikil stöðin er mælt í kW. Hér fyrir neðan er hægt að bera saman mismunandi hleðsluafköst eftir afkastagetu hraðhleðslustöðvar. og einnig borið saman við 22 kW AC hæghleðslustöð. Í því tilviki er miðað við að bíllinn geti tekið við 11 kW.

Forsendur fyrir útreikningunum miða við hvað tekur langan tíma að sækja orku sem þarf til að aka 100 km. Þá er miðað við raforkueyðslu bíls sem eyðir 20 kWh/100 km og miðað við að hámarksafköst hraðhleðslugetu bílsins séu jöfn eða hærri en afköst stöðvarinnar og að einn bíll sé í hleðslu í einu.

Samanburður á hleðsluafköstum hleðslustöðva.

Hleðslutími til að bæta við 100 km í drægni

Miðað við að hleðslugeta rafbílsins sé jöfn eða hærri en hleðslustöðvarinnar

Hraðhleðslustöð 180 kW
2x tengi
DC
7 mín
Hraðhleðslustöð 120 kW
2x tengi
DC
10 mín
Hraðhleðslustöð 60 kW
2x tengi
DC
18 mín
Hraðhleðslustöð 50 kW
2x tengi
DC
22 mín
Hraðhleðslustöð 30 kW
1x tengi
DC
37 mín
22 kW heimahleðslustöð
1x tengi
AC
110 mín

Þarfagreining

Hvernig er bílafloti fyrirtækisins samsettur? Hvernig er dæmigert akstursmynstur og fjöldi km á dag? Við gerum fría úttekt og metum hvernig og hversu margar hleðslustöðvar þarf fyrir bílaflota fyrirtækisins, bíla starfsfólks, samstarfsfyrirtækja og/eða viðskiptavina.

Gerðu þarfagreiningu

Ráðgjöf

Að úttekt lokinni er hægt að meta hvaða hleðslustöðvar henta þörfum fyrirtækisins og aðstæðum best. Fjöldi rafbíla, tíðni og lengd hverrar hleðslu ráða mestu þegar kemur að því að meta hversu margar hleðslustöðvar þarf og hve afkastamikil hver hleðslustöð þarf að vera.

Pantaðu fría ráðgjöf

Val á hleðslustöð

Við erum þér innan handar við val á hleðslustöðvum og erum með svör á reiðum höndum sem snúa að tæknilegum atriðum, uppsetningu og rekstri hleðslustöðva. Skoðaðu úrval hleðslustöðva fyrir fyrirtæki og fáðu tilboð hvort sem er í kaup og uppsetningu eða rekstrarleigu með uppsetningu.

Skoðaðu úrvalið

Uppsetning hleðslustöðva

Það er að mörgu að hyggja við uppsetningu hleðslustöðva, hvort sem er AC hæghleðslustöðvar eða DC hraðhleðslustöðvar. Heyrðu í sérfræðingum Bílorku sem leiða þig í gegnum ferlið.

Algengar spurningar

Hraðhleðslustöðvar DC

DC
30 kW

Hraðhleðslustöð 30 kW DC | CCS2

Hraðhleðslustöð 30 kW DC með einu CCS2 tengi.

  • Lítil og nett hraðhleðslustöð fyrir minni rafbílaflota eða þar sem rými er lítið.
  • Hraðhleðslustöð með eitt CCS2 tengi til hleðslu eins rafbíls í einu.
  • Festiaðferð: Einföld uppsetning hraðhleðslustöðvar á vegg eða staur.
  • Hraðhleðslustöðin þarf litla heimtaug.
  • Einföld aðgangsstýring að hraðhleðslustöð, mögulegt að tengja við eONE (e1) appið.
  • Hraðhleðslustöðin er fáanleg keypt eða á rekstrarleigu.

DC

50 kW

Hraðhleðslustöð 50 kW DC | CCS2

Hraðhleðslustöð 50 kW DC með tveimur CCS2 tengjum.

  • Meðalstór en nett hraðhleðslustöð fyrir minni rafbílaflota eða þar sem rými er lítið.
  • Hraðhleðslustöð með tvö CCS2 tengi til hleðslu tveggja rafbíla í einu.
  • Festiaðferð: Einföld uppsetning hraðhleðslustöðvar á vegg eða staur.
  • Hraðhleðslustöðin þarf meðalstóra heimtaug.
  • Einföld aðgangsstýring að hraðhleðslustöð, möguleg.tað tengja við eONE (e1) appið.
  • Hraðhleðslustöðin er fáanleg keypt eða á rekstrarleigu.

DC

60 kW

Hraðhleðslustöð 60 kW DC | CCS2

Hraðhleðslustöð 60 kW DC með tveimur CCS2 tengjum.

  • Öflug og hagkvæm hraðhleðslustöð fyrir stærri rafbílaflota.
  • Hraðhleðslustöð með tvö CCS2 tengi til hleðslu tveggja rafbíla í einu.
  • Festiaðferð: Frístandandi á undirstöðu.
  • Hraðhleðslustöðin þarf meðalstóra heimtaug.
  • Einföld aðgangsstýring að hraðhleðslustöð, mögulegt að tengja við eONE (e1) appið.
  • Hraðhleðslustöðin er fáanleg keypt eða á rekstrarleigu.

DC

120 kW

Hraðhleðslustöð 120 kW DC | CCS2

Hraðhleðslustöð 120 kW DC með tveimur CCS2 tengjum.

  • Öflug og hagkvæm hraðhleðslustöð fyrir stærri rafbílaflota og aðgengi fyrir almenning.
  • Hraðhleðslustöð með tvö CCS2 tengi til hleðslu tveggja rafbíla í einu.
  • Festiaðferð: Frístandandi á undirstöðu.
  • Hraðhleðslustöðin þarf öfluga heimtaug.
  • Einföld aðgangsstýring að hraðhleðslustöð, mögulegt að tengja við eONE (e1) appið.
  • Hraðhleðslustöðin er fáanleg keypt eða á rekstrarleigu.

DC
180 kW

Hraðhleðslustöð 180 kW DC | CCS2

Hraðhleðslustöð 180 kW DC með tveimur CCS2 tengjum.

  • Mjög öflug og hagkvæm hraðhleðslustöð fyrir stærri rafbílaflota og aðgengi fyrir almenning.
  • Hraðhleðslustöð með tvö CCS2 tengi til hleðslu tveggja rafbíla í einu.
  • Festiaðferð: Frístandandi á undirstöðu.
  • Hraðhleðslustöðin þarf öfluga heimtaug.
  • Einföld aðgangsstýring að hraðhleðslustöð, mögulegt að tengja við eONE (e1) appið.
  • Hraðhleðslustöðin er fáanleg keypt eða á rekstrarleigu.

DC
240 kW

Hraðhleðslustöð 240 kW DC | CCS2

Hraðhleðslustöð 240 kW DC með tveimur CCS2 tengjum frístandandi á undirstöðu.

  • Gríðarlega öflug og afkastamikil hraðhleðslustöð.
  • Hentug fyrir stærri rafbílaflota og rafbíla með mikilli hleðslugetu.
  • Mögulegt að veita viðskiptavinum aðgengi gegn greiðslu.
  • Hraðhleðslustöð með tvö CCS2 tengi til hleðslu tveggja rafbíla í einu.
  • Fáanleg með kapalhaldara.
  • Festiaðferð: Frístandandi á undirstöðu.
  • Hraðhleðslustöðin þarf mjög öfluga heimtaug.
  • Einföld aðgangsstýring að hraðhleðslustöð, mögulegt að tengja við eONE (e1) appið.
  • Hraðhleðslustöðin er fáanleg keypt eða á rekstrarleigu.

DC
320 kW

Hraðhleðslustöð 320 kW DC | CCS2

Hraðhleðslustöð 320 kW DC með tveimur CCS2 tengjum frístandandi á undirstöðu.

  • Gríðarlega öflug og afkastamikil hraðhleðslustöð.
  • Hentug fyrir stærri rafbílaflota og rafbíla með mikilli hleðslugetu.
  • Mögulegt að veita viðskiptavinum aðgengi gegn greiðslu.
  • Hraðhleðslustöð með tvö CCS2 tengi til hleðslu tveggja rafbíla í einu.
  • Fáanleg með kapalhaldara.
  • Festiaðferð: Frístandandi á undirstöðu.
  • Hraðhleðslustöðin þarf mjög öfluga heimtaug.
  • Einföld aðgangsstýring að hraðhleðslustöð, mögulegt að tengja við eONE (e1) appið.
  • Hraðhleðslustöðin er fáanleg keypt eða á rekstrarleigu.

DC
480 kW

Hraðhleðslustöð 480 kW DC | CCS2

Hraðhleðslustöð 480 kW DC þar sem stöðin sjálf er á frístandandi á undirstöðu tengd við allt að 8 hleðslustaura. Hægt er að velja fyrir hvern hleðslustaur 300A kapla með tveimur CCS2 tengjum að hámarki 12 tengi eða velja 500A vökvakælda kapla með einu CCS2 tengi að hámarki 8 tengi eða blöndu þarna á milli. Kapalhaldari á staurum.

  • Gríðarlega öflug og afkastamikil hraðhleðslustöð.
  • Hentug fyrir stærri rafbílaflota og rafbíla með mikilli hleðslugetu.
  • Hentar sérstaklega vel fyrir vörubíla og hópferðabíla.
  • Mögulegt að veita viðskiptavinum aðgengi gegn greiðslu.
  • Hægt að setja upp þannig að hleðslustaurar séu við enda stæða eða sem gegnumakstursstöð.
  • Hraðhleðslustöð með val um allt að 8 hleðslustraura með kapalhaldara.
  • Hver hleðslustaur getur verið með annað hvort tvö CCS2 tengi á 300A kapli eða eitt CCS2 tengi á 500A kapli.
  • Festiaðferð: Frístandandi á undirstöðu tengd við frístandandi hleðslustaura hver á undirstöðu.
  • Hraðhleðslustöðin þarf mjög öfluga heimtaug.
  • Einföld aðgangsstýring að hraðhleðslustöð, mögulegt að tengja við eONE (e1) appið.
  • Hraðhleðslustöðin er fáanleg keypt eða á rekstrarleigu.

Hleðslustöðvar 22 kW AC

AC

22 kW

Hleðslustöð 22 kW AC

Hleðslustöð Smart Wallbox 22 kW AC, 3ja fasa (styður líka 1 fasa), með 5m áföstum kapli með Type2 tengi. Hægt er að fá hleðslustöðina með 7m eða 10m kapli.

  • Með hleðslustöð hleðst rafbíllinn hraðar.
  • Hleðslustöð tryggir meira öryggi fyrir hleðslu yfir nótt.
  • Hleðslustöðin er með 5m áföstum kapli (líka til 7m eða 10m).
  • Við uppsetningu er val um tengingu við 1 fasa eða 3 fasa rafmagn.
  • Uppsetning hleðslustöðvar í boði á föstu verði.
  • Hleðslustöðin getur verið opin eða aðgangsstýrð með appi.

89.900 kr.

84.900 kr.

Þú sparar 6%

Hleðslukaplar 22 kW með Type2 tengi og ferðahleðslutæki fyrir Shucko tengla fyrir rafbíla

Algengar spurningar

Hvernig er best að standa að uppsetningu hleðslustöðva hjá fyrirtækjum eða stofnunum?

Bílorka er með mikla reynslu við uppsetningu hleðslustöðva hjá fyrirtækjum og stofnunum. Með samtölum við forsvarsfólk viðkomandi starfsemi og notendur gerum við einfalda greiningu á núverandi og væntanlegum rafbílaflota. Við skoðum meðalakstur hvers bíls, eðli þeirra verkefna sem bíllinn er notaður í hvort sem er um fólksbíla, sendibíla, vörubíla eða rútur að ræða, akstursleiðir og hvort hægt sé að hlaða bílana á starfsstöð á vinnutíma eða eingöngu heima hjá starfsfólki. Síðan eru aðstæður á starfsstöð fyrirtækisins skoðaðar með tilliti til bestu uppsetningar og aðgangur að raforku metinn. Að lokum er metið hvort raunhæft sé að leyfa gestum og/eða almenningi að hafa aðgang að hleðslustöðvunum gegn greiðslu.

Hvernig er uppsetningarferlið og hvað er innifalið

Innifalið:

• Akstur á staðinn á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri

Nágrannasveitarfélög við höfuðborgarsvæðið (allt að klst akstur frá

höfuðborgarsvæðinu) kostar aukalega 30.000 kr. með vsk

• Uppsetning og tenging varnarbúnaðar í rafmagnstöflu

(lekaliðasjálfvar 3x32A)

• Borun í gegnum einn vegg

• Allt að 10 metra lagnaleið (með 5x4q eða 5x6q streng)

• Uppsetning hleðslustöðvar á vegg

• Kennsla á búnað

• Lokaúttekt og tilkynning til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

• Allt efni, kaplar, rör og smáefni sem jafnan þarf til að framkvæma verkið

 

Ekki innifalið:

• Jarðvegsvinna

• Breyting á rafmagnstöflu ef þörf krefur (t.d. breyting í þrífasa)

• Lagnaefni umfram 10 metra lagnaleið

• Uppsetningar hleðslustöðvar í fjölbýlishús

Mikilvægt er að töflubúnaður þar sem setja á upp stöðina standist

lágmarkskröfur áður en hafist er handa. Komi í ljós við skoðun

uppsetningaraðila að aðstæður á uppsetningarstað kalli á viðbótarkostnað

verður kaupanda gerð grein fyrir því áður en lengra er haldið og hvort

kaupandi vilji halda áfram með verkið og greiða fyrir viðbótarvinnu og efni.

Hver er munurinn á AC heimahleðslu og DC hraðhleðslu?

Venjuleg hleðsla (AC) er oftast kölluð heimahleðsla en nýtist einnig við sumarhús eða hjá fyrirtækjum. Hún er hugsuð til að hlaða þegar lengri tími er til reiðu t.d. yfir nótt eða þegar möguleiki er að stoppa lengur en 3-4 tíma.

AC hleðslustöðvar nýta riðstraum (AC, Alternate Current) og er algengast að um sé að ræða 22 kW eins og þær sem Bílorku býður til sölu. AC hleðslustöðvar er hægt að nota til að hlaða bæði hreina rafbíla og tengiltvinnbíla (PHEV). Tengiltvinnbílar geta oftast nýtt 3,7 kW að hámarki. Hvað varðar hreina rafbíla þá ræður bíllinn hvað hann getur nýtt af hleðsluetu stöðvarinnar. Sumir rafbílar geta nýtt allt að 7,4 kW, margir 11 kW og þeim rafbílum fer fjölgandi sem geta fullnýtt 22 kW hleðslugetuna.

Hraðhleðsla (DC) er hins vegar hugsuð til að skjóta orku inn á rafhlöðu bílsins á stuttum tíma yfir daginn eða á lengri ferðum. Hraðhleðslustöðvar nýta jafnstraum (DC, Direct Current) og eru til í mörgum útfærslum og geta alla jafna eingöngu hlaðið hreina rafbíla þó til séu tengiltvinnbílar sem geta nýtt hraðhleðslu. Eins og nafnið hraðhleðsla gefur til kynna hlaða hraðhleðslustöðvar mun hraðar en venjulegar AC hleðslustöðvar. Bílorka býður úrval hraðhleðslustöðva með mismunandi afkastagetu.

Hvað tekur langan tíma að fullhlaða með AC heimahleðslu?

Hleðsluhraði og hleðslutími í heimahleðslu ræðst af nokkrum þáttum.

  • Í fyrsta lagi hver er hleðslustaða rafhlöðu þegar hleðsla hefst.

  • Í öðru lagi stærð rafhlöðu og hvort fullhlaða eigi rafhlöðuna en dagsdaglega er gott að hlaða upp í 80-90% sem er stillanlegt í bílnum en fyrir lengri ferðalög er mikilvægt að hlaða í 100%.

  • Í þriðja lagi skiptir máli hvort um sé að ræða eins fasa eða þriggja fasa hleðslustöð eða hvort notaður er hleðslutæki sem stungið er í venjulegan 16 ampera tengil. Alltaf er mælt með að setja upp hleðslustöð, bæði til aukins öryggis og til að fá meiri hleðsluhraða.

  • Í fjórða lagi skiptir hleðslustýring bílsins máli þ.e. hvað hann getur tekið við mikilli hleðslu mælt í kW. Það er misjafnt eftir rafbílum. Sumir rafbílar eru einfasa og geta tekið við 7,4 kW og þá skiptir ekki máli hvort hleðslustöðin er þriggja fasa því bíllinn er takmarkandi þátturinn. Síðan eru rafbílar sem eru þriggja fasa og geta tekið við 11 kW og rafbílum fjölgar sem eru þriggja fasa og geta tekið við 22 kW.

  • Í fimmta lagi skiptir hitastig rafhlöðunnar máli sem meðal annars ræðst af útihitastigi.

    Ef við tökum dæmi af algengum rafbíl sem getur tekið við 11 kW í AC hleðslu, hleðslustöðin er þriggja fasa, rafhlaðan er 77 kWh að stærð og rafhlaðan er 20% hlaðin við upphaf hleðslu þá má búast við að það taki tæpar 6 klukkustundir að fullhlaða. Ef hlaðið er fyrir venjulegan, daglegan akstur þá er oftast mælt með að hlaða ekki hærra en í 90% og því myndi taka um 5 klukkustundir að hlaða úr 20% í 90%.

Er hagkvæmara að keyra rafmagnsbíl en eldsneytisbíl jafnvel þó greiða þurfi km gjald af rafbíl?

Já, mun hagkvæmara er að keyra rafbíl en eldsneytisbíl jafnvel þó greiða þurfi kílómetragjald. Orkunýtni rafbíla og því er orkunotkun þeirra mun minni en annarra bíla. Slitfletir eru færri, viðhald því minna og engin olíuskipti þarf að framkvæma á rafbíl.

Ef borinn er saman orkukostnaður bensínbíls sem eyðir um 7 lítrum/100 km við rafmagnsbíl af sambærilegri stærð sem eyðir um 22 kWh/100 km og sem greiðir 6 kr. í kílómetragjald má reikna með að aksturskostnaður á mánuði sé rúmlega 13 þús. krónum lægri á rafbíl eða sem nemur ríflega 50%. Útreikningarnir miðast við að bensínlítri kosti 300 kr. og kWh í heimahleðslu kosti 17 kr.

Kílómetragjald mun leggjast á öll ökutæki óháð orkugjafa frá og með 1. janúar 2025.

Munurinn eykst rafbílnum í hag enn frekar þegar kostnaður við viðhald og olíuskipti er reiknaður á bensínbílinn og þá gæti sparnaðurinn numið 60-70% og sparnaður gæti numið ríflega 17 þús. kr. á mánuði. Það jafngildir um 30-40 þús. kr. í brúttótekjur á mánuði. Reiknaðu sparnaðinn miðað við þínar forsendur.

Getur góður hleðsluhraði bætt upp fyrir minni drægni?

Já hleðsluhraði í hraðhleðslu skiptir miklu máli til að auka drægni innan dagsins á lengri ferðalögum.

Drægni innan dagsins er samspil fimm þátta:

  • Eyðslu bílsins í kWh/100 km.
  • Stærðar rafhlöðu í kWh.
  • Hraðhleðslugetu bílsins í kW.
  • Afkastagetu hraðhleðslustöðvar í kW.
  • Hlutfallslega raundrægni miðað við uppgefna WLTP drægni.

Tökum dæmi af rafbíl sem er gefinn upp fyrir 450 km drægni á rafhlöðu, hleðslugeta hans í hraðhleðslu er uppgefin 150 kW og hann eyðir um 22 kWh/100 km. Ef hann er hlaðinn í 150 kW hraðhleðslustöð þá má búast við að hægt sé að ná um 75 kWh á 30 mínútum í 150 kW hraðhleðslustöð. Það gæti gefið um 270 km í viðbótardrægni (75 kWh/22*100*0,8) miðað við að raundrægni sé um 80% af uppgefinni drægni.

UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA

„Við þurftum bara að stinga í samband við hleðslustöðina“

Jóhann Einars Guðmundsson, rekstrarstjóri  MAX1 Bílavaktinni

Við hjá MAX1 Bílavaktinni á Bíldshöfða vildum skipta yfir í rafsendibíl sem við notum til að skjótast eftir varahlutum vegna viðgerða eða senda dekk til okkar viðskiptavina. Við vildum lækka bensínkostnað, draga úr losun koltvísýrings og minnka loftmengun í samræmi við sjálfbærnimarkmið félagsins. Hleðslustöðvaþjónusta Bílorku leysti hleðslumálin fyrir okkur á snjallan hátt þannig að við þurftum bara að stinga rafbílnum í samband.

Þau settu upp eina venjulega AC hleðslustöð með einu tengi fest á vegg sem við getum notað til að hlaða rafsendibílinn yfir nótt. En þau settu líka upp litla 30 kW DC hraðhleðslustöð með einu tengi við hliðina sem er einnig vegghengd. Hún hentar okkur vel ef það koma miklir keyrsludagar. Þá getum við auðveldlega bætt inn á bílinn 100 km á um 40 mínútum t.d. í hádegismatnum.

Bílorka sér alfarið um rekstur beggja stöðva, við ræsum hleðslu og greiðum fyrir orkuna með e1 appinu. Við vildum að stöðvarnar væru opnar öllum rafbílanotendum til að auka ánægju okkar rafbílaviðskiptavina og þeir geta hlaðið í gegnum e1 appið á hagstæðu verði. Stöðvarnar hafa virkað mjög vel frá upphafi og gert það að verkum að ekkert mál er að nota rafbílsendibíl við reksturinn og viðskiptavinir eru himinlifandi“ segir Jóhann Einars Guðmundsson, rekstrarstjóri.

Hleðslustöðvarnar hjá MAX1 Bílavaktinni eru báðar frá Gresgying.

UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA

„Bílorka leysti uppsetningu hleðslustöðva fyrir raf-sendibílaleigu Thrifty á snjallan hátt“

Anton Smári Rúnarsson, framkvæmdastjóri Thrifty bílaleigu.

"Við hjá Thrifty sendibílaleigu höfum staðið í umfangsmiklu orkuskiptaátaki með sendibílaflotann okkar. Við lögðum upp með áætlun um að skipta út öllum tólf dísilsendibílum fyrir jafnmarga rafmagnssendibíla og stefndum að því að verða fyrsta og eina rafsendibílaleiga Íslands og náðist markmiðið snemma árs 2024. Sendibílaleigan leigir út bíla bæði til lengri tíma en einnig til skamms tíma eins og í 2, 4, 6 eða 8 klukkustundir.

Fyrir utan að geta boðið bæði fyrirtækjum og heimilum aðgang að rafsendibílum í margvísleg verkefni þá sáum við tækifæri að lækka orkukostnaðinn við rekstur bílanna því þeir eru boðnir til útleigu með rafmagni inniföldu en áður var dísilolía innifalin í leiguverði. Að auki hjálpar þetta okkur að ná markmiðum um minni losun gróðurhúsalofttegunda og að draga úr loftmengun í samræmi við sjálfbærnimarkmið fyrirtækisins.

Bílorka leysti uppsetningu hleðslustöðva fyrir okkur. Það getur verið flókið að afhenda marga sendibíla í útleigu á hverjum degi, fá þá inn eftir leigu, hlaða og leigja aftur. Bílorka leysti hleðslumálin fyrir okkur með blöndu af hleðslustöðvum. Þau settu upp nokkrar venjulegar AC stöðvar sem við notum til að hlaða eftir lokun og yfir nótt. Að auki var sett upp ein 50 kW hraðhleðslustöð með tveimur CCS2 tengjum og eina 180 kW stöð einnig með tveimur CCS2 tengjum. Stærri stöðin er einnig opin almenningi og allar hleðslustöðvarnar eru virkjaðar með e1 appinu. Reksturinn á hleðslustöðvunum er alfarið á höndum Bílorku." segir Anton Smári Rúnarsson framkvæmdastjóri Thrifty bílaleigu en hann keypti einnig heimahleðslustöð af Bílorku sem hann fékk uppsetta við heimili sitt.

Hleðslustöðvarnar hjá Thrifty sendibílaleigu eru 22 kW AC hleðslustöð, 180 kW DC hraðhleðslustöð frá Gresgying og 50 kW DC hraðhleðslustöð frá Delta.

UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA

„Ein öflugasta hraðhleðslu-stöðin hér á landi“

Ólafur Helgi Jóhannsson, rekstrarstjóri Thirfty bílaleigu

Bílaleigurnar Thrifty Car Rental, Dollar Rent a Car og Saga Car Rental eru með umsvifamikla útleigustarfsemi á Flugvöllum í Reykjanesbæ, hvort sem er til erlendra ferðamanna eða í langtímaleigu til einstaklinga og fyrirtækja. Við erum með mjög metnaðarfull markmið um orkuskipti með því að hækka hlutfall rafbíla í leigunum, draga þannig úr kolefnisspori leigunnar, minnka loftmengun og styðja við sjálfbærnimarkmiðin. Við vorum með hæsta rafbílahlutfall bílaleiga á Íslandi sumarið 2024 eða yfir 22% af leiguflotanum okkar.

En það kallar á mjög öflugar hleðslustöðvar. Við fengum þau hjá Bílorku til að gera úttekt og setja upp hraðhleðslustöð á Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ og var stöðin opnuð í nóvember 2023. Hún er af Kempower gerð og er ein öflugasta hraðhleðslustöðin hér á landi, 600 kW og getur hlaðið 8 bíla í einu með miklum afköstum. Hraðhleðslustöðin er með gegnum keyrslu fyrirkomulagi með einstaklega auðveldu aðgengi og því er einfalt auk rafmagns fólksbíla fyrir rafmagns vörubíla og rafmagns rútur og strætisvagna að hlaða við hraðhleðslustöðina.

Hraðhleðslustöðin er opin öllum rafbílanotendum og öðrum erlendum ferðamönnum sem vilja ferðast um landið á rafbíl. Hún tryggir mikil afköst þannig að endurhleðsla rafbíla við skil gengur hratt fyrir sig auk þess að fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og leigubílstjórar nýta stöðina reglulega. Bílorka sér alfarið um reksturinn og er hraðhleðslustöðinni stýrt með e1 appinu sem gerir þetta allt mjög einfalt í rekstri leigunnar“ segir Ólafur Helgi Jóhannsson, rekstrarstjóri

 

Hraðhleðslustöðin er 600 kW Kempower hraðhleðslustöð með átta CCS2 tengjum.

Orkuskiptin á fullu. Rafbílar og tengiltvinnbílar í umferð á Íslandi í október 2024

Rafbílar

Fólksbílar (M1)
Sendi-og pallbílar (N1)
Vörubílar (N2 & N3)
Hópferðabílar (M2 & M3)

Rafmagn

29.145
1.195
25
34

Tengiltvinn

23.867
11
0
0

Heildarfjöldi

54.277

Gögn fengin af vef Samgöngustofu

Íslensk Bílorka er hluti af Brimborg

© Höfundarréttur Brimborg | Persónuvernd | Skilmálar | KT. 701277-0239 | VSK.NR. 11650