Þarfagreining

Hvað eru margir bílar á heimilinu? Þarftu líka hleðslustöð við sumarhús? Hvernig er dæmigert akstursmynstur og fjöldi ekinna kílómetra á dag? Við aðstoðum þig við að meta hleðsluþörf við heimili og sumarhús.

Gerðu þarfagreiningu

Ráðgjöf

Sérfræðingar Bílorku eru til taks ef það vakna hvers kyns spurningar sem varða þínar aðstæður.

Fáðu fría ráðgjöf

Val á hleðslustöð

Vefverslunin býður upp á hleðslustöðvar, hleðslukapla og ferðahleðslutæki sem hafa reynst vel við íslenskar aðstæður.

Skoða heimahleðslustöð

Uppsetning hleðslustöðva

Við mælum með að uppsetning hleðslustöðva sé gerð af viðurkenndum rafverktaka og bjóðum uppsetningu á föstu verði. Þú getur líka fengið þinn rafvirkja í verkið – sérfræðingar okkar veita aðstoð.

Lestu nánar um uppsetningu

AC
22 kW

Heimahleðslustöð 22KW AC

Heimahleðslustöð Smart Wallbox 22 kW AC, 3ja fasa (styður líka 1 fasa), með 5m áföstum kapli með Type2 tengi. Hægt er að fá hleðslustöðina með 7m eða 10m kapli.

  • Með heimahleðslustöð hleðst rafbíllinn hraðar.
  • Heimahleðslustöð tryggir meira öryggi fyrir hleðslu yfir nótt.
  • Heimahleðslustöðin er með 5m áföstum kapli (líka til 7m eða 10m).
  • Við uppsetningu er val um tengingu við 1 fasa eða 3 fasa rafmagn.
  • Uppsetning heimahleðslustöðvar í boði á föstu verði.
  • Heimahleðslustöðin getur verið opin eða aðgangsstýrð með appi…

89.900 kr.

84.900 kr.

Þú sparar 6%

Fast verð á uppsetningu hleðslustöðva

Samstarfsaðili okkar býður viðskiptavinum Íslenskrar Bílorku upp á fast verð á uppsetningu hleðslustöðva.

99.900 kr. m/vsk

Hleðslukaplar fyrir rafbíla, 4m, 22kW, Type2

Hleðslukapall til að hafa í rafbílnum getur verið hentugt ef komið er að hleðslustöð sem ekki er með hleðslukapli t.d. við verslun eða á ferðalagi.

  • Þessi hleðslukapall er 4m langur
  • Góð reynsla er af hleðslukaplinum og er ábyrgð 2 ár.
  • 22 kW með tvö tengi á sitthvorum endanum sem bæði eru af Type2 gerð
  • Rakaþéttni IP44

19.900 kr.

Hleðslukaplar 22 kW og ferðahleðslutæki Schuko

Öflugur framleiðandi hleðslustöðva

Gresgying er virtur kínverskur framleiðandi bæði AC hleðslustöðva fyrir heimili, fyrirtæki og sumarhús og öflugra DC hraðhleðslustöðva fyrir fyrirtæki og rekstraraðila hraðhleðsluneta. Góð reynsla á Íslandi en 22 kW AC Wallbox hleðslustöðvarnar og einnig DC hraðhleðslustöðvar hafa verið í notkun á Íslandi í nokkur ár ásamt type2 hleðsluköplum og ferðahleðslutækjum með Schuko tengli.

Orkuskiptin á fullu. Rafbílar og tengiltvinnbílar í umferð á Íslandi í október 2024

Rafbílar

Fólksbílar (M1)
Sendi-og pallbílar (N1)
Vörubílar (N2 & N3)
Hópferðabílar (M2 & M3)

Rafmagn

29.145
1.195
25
34

Tengiltvinn

23.867
11
0
0

Heildarfjöldi

54.277

Gögn fengin af vef Samgöngustofu

Ótvíræður ávinningur af rafbílum.

Það eru margir kostir við rafmagns fólksbíla, rafsendibíla, rafpallbíla, rafmagnsvörubíla og rafmagnsrútur.

  • Íslensk raforka er mun ódýrari en innflutt jarðefnaeldsneyti.
  • Þú getur hlaðið heima yfir nótt eða á vinnustað og þarft aldrei aftur á bensínstöð.
  • Með heimahleðslu og hleðslustöðvum hjá fyrirtækjum skapast aukin samkeppni í orkudreifingu fyrir bíla.
  • Auðvelt að skjóta rafmagni á rafhlöðuna í hraðhleðslustöðvum um allt Ísland.
  • Engin olíuskipti, ekkert Ad Blue eða íblöndun í eldsneyti. Þjónusta og viðhald rafbíls er ódýrara en eldsneytisbíls.
  • Rafbílar eru kraftmeiri, sneggri vegna betri togkúrfu, skemmtilegri í akstri og lausir við titring og hljóð.
  • Forhitun á meðan rafbíllinn er í hleðslu tryggir alltaf heitan bíl þegar lagt er af stað og meiri drægni.
  • Rafbílar losa ekki gróðurhúsalofttegundir og skapa enga loftmengun við akstur.
  • Langflestir rafbílaeigendur hlaða heima yfir nótt sem bætir nýtingu raforkukerfis Íslands.
  • Rafbílar styðja við markmið um sjálfbært Ísland sem við getum verið stolt af sem fyrirmynd í nýtingu grænnar orku.

Algengar spurningar

Er flókið að setja upp hleðslustöð heima eða við sumarhús?

Uppsetning hleðslustöðva skal alltaf gerð af fagmanni en venjulegar heimahleðslustöðvar (AC) eru oftast einfaldar í uppsetningu t.d. við einbýli, raðhús, sumarhús eða á starfsstöðvum fyrirtækja. Íslensk Bílorka býður þriggja fasa 22 kW AC hleðslustöð á einstaklega hagstæðu verði en stöðina má einnig tengja sem einfasa. Við bjóðum einnig fast verð í uppsetningu í samvinnu við rafvirkjameistara. Stærra verkefni er að setja upp AC hleðslustöðvakerfi við fjölbýli en Íslensk Bílorka getur leiðbeint um sérfræðinga á því sviði.

Hvernig er uppsetningarferlið og hvað er innifalið

Innifalið:

• Akstur á staðinn á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri

Nágrannasveitarfélög við höfuðborgarsvæðið (allt að klst akstur frá

höfuðborgarsvæðinu) kostar aukalega 30.000 kr. með vsk

• Uppsetning og tenging varnarbúnaðar í rafmagnstöflu

(lekaliðasjálfvar 3x32A)

• Borun í gegnum einn vegg

• Allt að 10 metra lagnaleið (með 5x4q eða 5x6q streng)

• Uppsetning hleðslustöðvar á vegg

• Kennsla á búnað

• Lokaúttekt og tilkynning til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

• Allt efni, kaplar, rör og smáefni sem jafnan þarf til að framkvæma verkið

 

Ekki innifalið:

• Jarðvegsvinna

• Breyting á rafmagnstöflu ef þörf krefur (t.d. breyting í þrífasa)

• Lagnaefni umfram 10 metra lagnaleið

• Uppsetningar hleðslustöðvar í fjölbýlishús

Mikilvægt er að töflubúnaður þar sem setja á upp stöðina standist

lágmarkskröfur áður en hafist er handa. Komi í ljós við skoðun

uppsetningaraðila að aðstæður á uppsetningarstað kalli á viðbótarkostnað

verður kaupanda gerð grein fyrir því áður en lengra er haldið og hvort

kaupandi vilji halda áfram með verkið og greiða fyrir viðbótarvinnu og efni.

Hver er munurinn á AC heimahleðslu og DC hraðhleðslu?

Venjuleg hleðsla (AC) er oftast kölluð heimahleðsla en nýtist einnig við sumarhús eða hjá fyrirtækjum. Hún er hugsuð til að hlaða þegar lengri tími er til reiðu t.d. yfir nótt eða þegar möguleiki er að stoppa lengur en 3-4 tíma.

AC hleðslustöðvar nýta riðstraum (AC, Alternate Current) og er algengast að um sé að ræða 22 kW eins og þær sem Bílorku býður til sölu. AC hleðslustöðvar er hægt að nota til að hlaða bæði hreina rafbíla og tengiltvinnbíla (PHEV). Tengiltvinnbílar geta oftast nýtt 3,7 kW að hámarki. Hvað varðar hreina rafbíla þá ræður bíllinn hvað hann getur nýtt af hleðsluetu stöðvarinnar. Sumir rafbílar geta nýtt allt að 7,4 kW, margir 11 kW og þeim rafbílum fer fjölgandi sem geta fullnýtt 22 kW hleðslugetuna.

Hraðhleðsla (DC) er hins vegar hugsuð til að skjóta orku inn á rafhlöðu bílsins á stuttum tíma yfir daginn eða á lengri ferðum. Hraðhleðslustöðvar nýta jafnstraum (DC, Direct Current) og eru til í mörgum útfærslum og geta alla jafna eingöngu hlaðið hreina rafbíla þó til séu tengiltvinnbílar sem geta nýtt hraðhleðslu. Eins og nafnið hraðhleðsla gefur til kynna hlaða hraðhleðslustöðvar mun hraðar en venjulegar AC hleðslustöðvar. Bílorka býður úrval hraðhleðslustöðva með mismunandi afkastagetu.

Hvað tekur langan tíma að fullhlaða með AC heimahleðslu?

Hleðsluhraði og hleðslutími í heimahleðslu ræðst af nokkrum þáttum.

  • Í fyrsta lagi hver er hleðslustaða rafhlöðu þegar hleðsla hefst.

  • Í öðru lagi stærð rafhlöðu og hvort fullhlaða eigi rafhlöðuna en dagsdaglega er gott að hlaða upp í 80-90% sem er stillanlegt í bílnum en fyrir lengri ferðalög er mikilvægt að hlaða í 100%.

  • Í þriðja lagi skiptir máli hvort um sé að ræða eins fasa eða þriggja fasa hleðslustöð eða hvort notaður er hleðslutæki sem stungið er í venjulegan 16 ampera tengil. Alltaf er mælt með að setja upp hleðslustöð, bæði til aukins öryggis og til að fá meiri hleðsluhraða.

  • Í fjórða lagi skiptir hleðslustýring bílsins máli þ.e. hvað hann getur tekið við mikilli hleðslu mælt í kW. Það er misjafnt eftir rafbílum. Sumir rafbílar eru einfasa og geta tekið við 7,4 kW og þá skiptir ekki máli hvort hleðslustöðin er þriggja fasa því bíllinn er takmarkandi þátturinn. Síðan eru rafbílar sem eru þriggja fasa og geta tekið við 11 kW og rafbílum fjölgar sem eru þriggja fasa og geta tekið við 22 kW.

  • Í fimmta lagi skiptir hitastig rafhlöðunnar máli sem meðal annars ræðst af útihitastigi.

    Ef við tökum dæmi af algengum rafbíl sem getur tekið við 11 kW í AC hleðslu, hleðslustöðin er þriggja fasa, rafhlaðan er 77 kWh að stærð og rafhlaðan er 20% hlaðin við upphaf hleðslu þá má búast við að það taki tæpar 6 klukkustundir að fullhlaða. Ef hlaðið er fyrir venjulegan, daglegan akstur þá er oftast mælt með að hlaða ekki hærra en í 90% og því myndi taka um 5 klukkustundir að hlaða úr 20% í 90%.

Getur góður hleðsluhraði bætt upp fyrir minni drægni?

Já hleðsluhraði í hraðhleðslu skiptir miklu máli til að auka drægni innan dagsins á lengri ferðalögum.

Drægni innan dagsins er samspil fimm þátta:

  • Eyðslu bílsins í kWh/100 km.
  • Stærðar rafhlöðu í kWh.
  • Hraðhleðslugetu bílsins í kW.
  • Afkastagetu hraðhleðslustöðvar í kW.
  • Hlutfallslega raundrægni miðað við uppgefna WLTP drægni.

Tökum dæmi af rafbíl sem er gefinn upp fyrir 450 km drægni á rafhlöðu, hleðslugeta hans í hraðhleðslu er uppgefin 150 kW og hann eyðir um 22 kWh/100 km. Ef hann er hlaðinn í 150 kW hraðhleðslustöð þá má búast við að hægt sé að ná um 75 kWh á 30 mínútum í 150 kW hraðhleðslustöð. Það gæti gefið um 270 km í viðbótardrægni (75 kWh/22*100*0,8) miðað við að raundrægni sé um 80% af uppgefinni drægni.

Þarf ég að setja upp þriggja fasa hleðslu?

Nei, einfasa getur alveg dugað og er eini munurinn að með þriggja fasa hleðslustöð sem tengd er við þriggja fasa rafmagn tekur styttri tíma að hlaða rafbílinn. Það þarf hins vegar ekki að skipta máli ef mögulegt er að hlaða yfir kvöld eða nótt og því nægur tími til að fylla rafhlöðu bílsins á hleðslutímanum sem gæti þá verið um 7-8 tímar. Það er þó háð stærð rafhlöðunnar því stærri rafhlöðu tekur lengri tíma að hlaða.

Hins vegar getur verið sniðugt að setja upp þriggja fasa hleðslustöð strax eins og Íslensk Bílorka býður til sölu en láta uppsetningaraðila tengja hana sem einfasa. Þegar skipt er í bíl með stærri rafhlöðu eða akstursþörfin eykst og hlaða þarf oftar eða meira þá er hægt að skipta yfir í þriggja fasa rafmagn og hleðslustöðin er þá tilbúin að nýta það til að auka hleðsluhraða.

Þetta er það sem viðskiptavinir Bílorku hafa að segja

Uppsetningin gekk upp eins og í sögu á heimahleðslustöðinni og er hún komin í fulla notkun á heimilinu. Mæli óhikað með íslenskri Bílorku og þjónustan var upp á 10.

Einar Thor

Framkvæmdarstjóri

HRAÐHLEÐSLUNET BÍLORKU. OPIÐ ÖLLUM - LÆGRA VERÐ

HRAÐHLEÐSLUNET BÍLORKU

Ódýrari og aðgengilegri hraðhleðsla fyrir rafbíla

Bílorka hefur opnað hraðhleðslunet með orku á lægra verði fyrir rafbílanotendur með auðveldu aðgengi og einfaldri greiðslulausn með e1 appinu.

Nánar um e1 appið

Sérkjör í hraðhleðslu fyrir eigendur Brimborgarbíla

Fyrir utan að Bílorka býður lægra raforkuverð í hraðhleðslu býður Brimborg í samvinnu við Bílorku sérkjör í hraðhleðslu fyrir eigendur rafbíla og annarra rafknúinna tækja sem Brimborg er umboðsaðili fyrir og keypt eru af Brimborg.

Nánar um sérkjör

Íslensk Bílorka er hluti af Brimborg

© Höfundarréttur Brimborg | Persónuvernd | Skilmálar | KT. 701277-0239 | VSK.NR. 11650