Ef þú ert að virkja Gresgying hleðslustöð í fyrsta sinn eða þarft að endurvirkja, fylgdu þessum einföldu skrefum.
1. Grunnuppsetning
1.1 Hladdu niður CP Tool appinu
- Appið er fáanlegt í App Store (iOS) og Google Play Store (Android).
1.2 Tengdu símann við stöðina með Bluetooth
- Síminn finnur sjálfkrafa raðnúmer hleðslustöðvarinnar, sem er jafnframt nafn hennar í Bluetooth.
- Sláðu inn lykilorðið sem fylgdi með við kaup.
1.3 Virkjaðu hleðslustöðina
- Opnaðu CP Tool appið og farðu í Charge Mode.
- Stilltu Charge Mode á PLUG & CHARGE aðgengi til að opna fyrir hleðslu.
- Flestir kjósa PLUG & CHARGE aðgengi þar sem það krefst ekki viðbótaraðgerða.
1.4 Aðgangsstýring (valkvætt)
- Ef þú vilt læsa stöðinni og nota RFID kort auðkenningu í stað PLUG & CHARGE getur þú stillt það í CP Tool appinu.
- Með þessari stillingu ræsir og stoppar þú hleðslu með hvíta RFID kortinu sem fylgdi með.
2. EVSELink appið (valkvætt)
Þegar stöðin hefur verið sett upp með CP Tool appinu geturðu einnig notað EVSELink appið fyrir viðbótaraðgerðir. Þetta er þó ekki nauðsynlegt fyrir venjulega notkun.
Möguleikar í EVSELink appinu:
✔ Tímasetning hleðslu
✔ Eftirlit með hleðslu
✔ Yfirlit yfir orkunotkun og kostnað
✔ Aðgangsstýring
EVSELink appið er fáanlegt í App Store (iOS) og Google Play Store (Android).
🔑 Athugið: Til að nota appið þarftu PIN-kóðann sem fylgdi með stöðinni.
3. Aðgangsstýring með e1 appinu (valkvætt)
Hleðslustöðin getur einnig verið tengd við e1 appið, sem nýtist þá sem auðkenning og gerir kleift að verðleggja hleðslu og jafnvel selja öðrum aðgang að stöðinni.
📌 Fyrir nánari upplýsingar um e1 appið, hafðu samband við e1 þjónustuborðið.
4. Úrræðaleit – lausnir við mögulegum vandamálum
4.1 Stöðin virkar ekki eftir uppsetningu
Möguleg ástæða: Stöðin er enn stillt á RFID-auðkenningu.
✅ Lausn: Opnaðu CP Tool appið og slökktu á RFID-auðkenningu svo stöðin virki sem Plug & Charge.
4.2 Hleðslustöðin tengist ekki WiFi
Möguleg ástæða: Rangar stillingar í CP Tool appinu.
✅ Lausn: Athugaðu að WiFi stillingar í CP Tool appinu séu réttar.
4.3 Hleðslustöðin virkar ekki eftir rafmagnsleysi
Möguleg ástæða: Stöðin fer í upprunalegt ástand og krefst RFID-auðkenningar.
✅ Lausn: Opnaðu CP Tool appið og breyttu aftur aðgangsstillingum (t.d. úr RFID yfir í Plug & Charge).
4.4 Rafkerfi hússins er TT-rafkerfi og hleðslustöðin virkar ekki
Möguleg ástæða: Stöðin er rangt tengd miðað við að rafkerfi hússins er TT-rafkerfi.
✅ Lausn:
- L1 ætti að vera L1 og L2/L3 sem N.
- Stöðin þarf núlltengingu og getur ekki verið tengd sem þriggja fasa hleðslustöð í TT-rafkerfi.
4.5 Bíll hleður ekki eða hleður aðeins á einum fasa
Möguleg ástæða: Of lágt spennustig á L2 og L3 í þriggja fasa kerfi.
✅ Lausn:
- Athugaðu tengingar og tryggðu að L2 og L3 hafi eðlilega spennu.
- Ef ekki er hægt að tryggja rétta spennu, stilltu stöðina sem eins fasa 7kW hleðslustöð með því að aftengja L2 og L3.
4.6 RFID auðkenningarkort virkar ekki
Möguleg ástæða: RFID kortið er ekki skráð eða RFID-auðkenning er óvirk.
✅ Lausn: Skráðu RFID kortið í CP Tool eða skiptu yfir í Plug & Charge í stað þess að nota RFID.
4.7 Gleymt lykilorð fyrir CP Tool appið
Möguleg ástæða: Lykilorð hefur glatast eða verið breytt.
✅ Lausnir:
- Lausn 1: Prófaðu lykilorð framleiðanda sem fylgdi með stöðinni. Ef það er týnt, hafðu samband við þjónustuborð Bílorku: [email protected].
- Lausn 2: Ef lykilorð framleiðanda virkar ekki, notaðu "Magic Code" við innskráningu í CP Tool appið til að fá bráðabirgðarlykilorð. Hafðu samband við [email protected] ef þú þarft aðstoð.
4.8 Þarftu frekari stuðning?
Ef þú finnur ekki lausn hér að ofan, hafðu samband við þjónustuver Bílorku: [email protected]
Athugið:
- Ef haft er samband við þjónustuver og uppsetning var ekki framkvæmd af Bílorku eða viðurkenndum samstarfsaðilum, og lausnina er að finna hér í leiðbeiningunum, gildir gjaldskrá fyrir bilanagreiningu og ráðgjöf.
Lágmarkskostnaður: ein klukkustund.