Innifalið
Akstur á staðinn á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri
Nágrannasveitarfélög við höfuðborgarsvæðið (allt að klst akstur frá höfuðborgarsvæðinu) kostar aukalega 30.000 kr. með vsk
Uppsetning og tenging varnarbúnaðar í rafmagnstöflu
(lekaliðasjálfvar 3x32A)
Borun í gegnum einn vegg
Allt að 10 metra lagnaleið (með 5x4q eða 5x6q streng)
Uppsetning hleðslustöðvar á vegg
Kennsla á búnað
Lokaúttekt og tilkynning til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
EKKI innifalið
Jarðvegsvinna
Nágrannasveitarfélög við höfuðborgarsvæðið (allt að klst akstur frá höfuðborgarsvæðinu) kostar aukalega 30.000 kr. með vsk
Breyting á rafmagnstöflu ef þörf krefur (t.d. breyting í þrífasa)
(lekaliðasjálfvar 3x32A)
Lagnaefni umfram 10 metra lagnaleið
Uppsetningar hleðslustöðvar í fjölbýlishús
Mikilvægt er að töflubúnaður þar sem setja á upp hleðslustöðina standist lágmarkskröfur áður en hafist er handa við uppsetningu á hleðslustöð. Komi í ljós við skoðun uppsetningaraðila að aðstæður á uppsetningarstað kalli á viðbótarkostnað verður kaupanda gerð grein fyrir því áður en lengra er haldið. Kaupandi ákveður hvort halda eigi áfram með verkið og greiða fyrir viðbótarvinnu og efni sem kaupandi greiðir beint til uppsetningaraðila.
UPPSETNING OG
GREIÐSLA
Þegar kaupandi hefur keypt hleðslustöð og óskar jafnframt eftir uppsetningu hleðslustöðvar þá er stofnuð beiðni fyrir uppsetningu sem Bílorka sendir á uppsetningaraðila með nafni, heimilsfangi, símanúmeri og netfangi kaupanda hleðslustöðvar. Í kjölfarið hefur uppsetningaraðili samband við kaupanda og ræðir við hann tímasetningu uppsetningar sem reikna má með að geti tekið allt að 2 vikur frá pöntun.
Uppgjör vegna uppsetningar fer fram beint við uppsetningaraðila. Ef skoðun á aðstæðum hjá kaupanda leiðir í ljós mögulegan viðbótarkostnað vegna uppsetningar þá er kaupanda gerð grein fyrir því. Kaupandi ákveður hvort halda eigi áfram með verkið og greiða fyrir viðbótarvinnu og efni sem kaupandi greiðir beint til uppsetningaraðila.
KAUPSKILMÁLAR
OG ÁBYRGÐ
Verð á uppsetningu er með virðisaukaskatti og er bindandi þegar bæði þjónustuveitandi og kaupandi hafa staðfest samning um uppsetningu. Ábyrgð: Kaupandi hefur rétt samkvæmt íslenskum lögum til að bera fram kvörtun um galla í allt að 2 ár frá lokum uppsetningar.
Bættu uppsetningu við kaup á heimahleðslustöð.
Bættu uppsetningu við kaup á heimahleðslustöð.
AC
22 Kw
3ja fasa (styður líka 1 fasa) hleðslustöð með 5m áföstum kapli. Hægt er að fá hleðslustöðina með 7m eða 10m kapli.
Einföld og ódýr hleðslustöð sem hentar fyrir hleðslu eins bíls við heimili, minni fyrirtæki og sumarbústaði en ekki fyrir stærri kerfi t.d. í fjölbýlishús.
- Með heimahleðslustöð er hleðsluhraði meiri
- Heimahleðslustöð tryggir meira öryggi fyrir hleðslu yfir nótt
- Heimahleðslustöðin er með áföstum kapli og val um þrjár lengdir á köplum
- Við uppsetningu er val um 1 fasa eða þriggja fasa rafmagn
- Uppsetning heimahleðslustöðvar er einföld og uppsetningu á föstu verði
- Heimahleðslustöðin getur verið opin eða aðgangsstýrð með appi
- Góð reynsla er af heimahleðslustöðinni og er ábyrgð 2 ár
84.900 kr.