Miðað við þínar forsendur mælum við með eftirfarandi stöðvum
Hraðhleðslustöðvar DC
Hraðhleðslustöðvar DC
DC
30 KW
Hraðhleðslustöðvar fyrir fyrirtæki og aðra rekstraraðila
- Einföld uppsetning
- Þarf litla heimtaug
- Einföld aðgangsstýring og hleðsla og mögulegt að tengja við eONE appið
DC
50 KW

Hraðhleðslustöðvar fyrir fyrirtæki og aðra rekstraraðilaBuilt-in PTB certified DC energy meter
- Einföld uppsetning
- Þarf minni heimtaug
- Einföld aðgangsstýring og hleðsla og mögulegt að tengja við eONE appið
DC
60 kW
Hraðhleðslustöðvar fyrir fyrirtæki og aðra rekstraraðila
- Öflug stöð fyrir meðal rafbílaumferð
- Tvö CCS2 tengi til hleðslu tveggja rafbíla í einu
- Einföld aðgangsstýring og hleðsla og mögulegt að tengja við eONE appið
DC
120 kW
Hraðhleðslustöðvar fyrir fyrirtæki og aðra rekstraraðila
- Öflug stöð fyrir mikla rafbílaumferð
- Tvö CCS2 tengi til hleðslu tveggja rafbíla í einu
- Einföld aðgangsstýring og hleðsla og mögulegt að tengja við eONE appið
DC
180 Kw
Hraðhleðslustöð fyrir fyrirtæki og aðra rekstraraðila. Mjög öflug tveggja CCS2 tengja stöð.
- Mjög öflug stöð
- Tvö CCS2 tengi
- Einföld aðgangsstýring og hleðsla og mögulegt að tengja við eONE appið
AC
22 kW
3 fasa hleðslustöð með 5 metra áföstum kapli. Hægt er að fá stöðina í 7- og 10 metra útfærslu.
Einföld og ódýr hleðslustöð sem hentar fyrir hleðslu eins bíls við heimili, minni fyrirtæki og sumarbústaði en ekki fyrir stærri kerfi t.d. í fjölbýlishús.
- Hleðslustöð (AC) með áföstum kapli og val um þrjár kapallengdir
- Styður 1 fasa eða 3 fasa rafmagn
- Auðveld í uppsetningu, appstýrð með 2 ára ábyrgð
85.900 kr.
Aukabúnaður AC
Algengar spurningar
Hvernig er best að standa að uppsetningu hleðslustöðva hjá fyrirtækjum eða stofnunum?
Bílorka er með mikla reynslu við uppsetningu hleðslustöðva hjá fyrirtækjum og stofnunum. Með samtölum við forsvarsfólk viðkomandi starfsemi og notendur gerum við einfalda greiningu á núverandi og væntanlegum rafbílaflota. Við skoðum meðalakstur hvers bíls, eðli þeirra verkefna sem bíllinn er notaður í hvort sem er um fólksbíla, sendibíla, vörubíla eða rútur að ræða, akstursleiðir og hvort hægt sé að hlaða bílana á starfsstöð á vinnutíma eða eingöngu heima hjá starfsfólki. Síðan eru aðstæður á starfsstöð fyrirtækisins skoðaðar með tilliti til bestu uppsetningar og aðgangur að raforku metinn. Að lokum er metið hvort raunhæft sé að leyfa gestum og/eða almenningi að hafa aðgang að hleðslustöðvunum gegn greiðslu.
Er hægt að hlaða fólks-, sendi-, vöru- og hópferðabíla með sömu hleðslustöðvunum?
Já, sami staðall er notaður fyrir allar þessar gerðir rafmagns ökutækja. Það sem þarf að skoða sérstaklega er stærð rafhlöðu bílanna, hleðslugeta þeirra og aðgengi þeirra að hleðslutengjum en það ákvarðar hvernig hleðslustöðvar og hversu afkastamiklar stöðvar þarf til að hlaða. Það ákvarðar síðan hvort nægjanlegt er að setja upp venjulegar AC stöðvar eða hvort nauðsynlegt er að setja einnig upp hraðhleðslustöðvar sem fást í mismunandi stærðum og með mismunandi afkastagetu.
Hver er munurinn á AC heimahleðslu og DC hraðhleðslu?
Venjuleg hleðsla (AC) er oftast kölluð heimahleðsla en nýtist einnig við sumarhús eða hjá fyrirtækjum. Hún er hugsuð til að hlaða þegar lengri tími er til reiðu t.d. yfir nótt eða þegar möguleiki er að stoppa lengur en 3-4 tíma.
AC hleðslustöðvar nýta riðstraum (AC, Alternate Current) og er algengast að um sé að ræða 22 kW eins og þær sem Bílorku býður til sölu. AC hleðslustöðvar er hægt að nota til að hlaða bæði hreina rafbíla og tengiltvinnbíla (PHEV). Tengiltvinnbílar geta oftast nýtt 3,7 kW að hámarki. Hvað varðar hreina rafbíla þá ræður bíllinn hvað hann getur nýtt af hleðsluetu stöðvarinnar. Sumir rafbílar geta nýtt allt að 7,4 kW, margir 11 kW og þeim rafbílum fer fjölgandi sem geta fullnýtt 22 kW hleðslugetuna.
Hraðhleðsla (DC) er hins vegar hugsuð til að skjóta orku inn á rafhlöðu bílsins á stuttum tíma yfir daginn eða á lengri ferðum. Hraðhleðslustöðvar nýta jafnstraum (DC, Direct Current) og eru til í mörgum útfærslum og geta alla jafna eingöngu hlaðið hreina rafbíla þó til séu tengiltvinnbílar sem geta nýtt hraðhleðslu. Eins og nafnið hraðhleðsla gefur til kynna hlaða hraðhleðslustöðvar mun hraðar en venjulegar AC hleðslustöðvar. Bílorka býður úrval hraðhleðslustöðva með mismunandi afkastagetu.
Hvað tekur langan tíma að fullhlaða með AC heimahleðslu?
Hleðsluhraði og hleðslutími í heimahleðslu ræðst af nokkrum þáttum.
- Í fyrsta lagi hver er hleðslustaða rafhlöðu þegar hleðsla hefst.
- Í öðru lagi stærð rafhlöðu og hvort fullhlaða eigi rafhlöðuna en dagsdaglega er gott að hlaða upp í 80-90% sem er stillanlegt í bílnum en fyrir lengri ferðalög er mikilvægt að hlaða í 100%.
- Í þriðja lagi skiptir máli hvort um sé að ræða eins fasa eða þriggja fasa hleðslustöð eða hvort notaður er hleðslutæki sem stungið er í venjulegan 16 ampera tengil. Alltaf er mælt með að setja upp hleðslustöð, bæði til aukins öryggis og til að fá meiri hleðsluhraða.
- Í fjórða lagi skiptir hleðslustýring bílsins máli þ.e. hvað hann getur tekið við mikilli hleðslu mælt í kW. Það er misjafnt eftir rafbílum. Sumir rafbílar eru einfasa og geta tekið við 7,4 kW og þá skiptir ekki máli hvort hleðslustöðin er þriggja fasa því bíllinn er takmarkandi þátturinn. Síðan eru rafbílar sem eru þriggja fasa og geta tekið við 11 kW og rafbílum fjölgar sem eru þriggja fasa og geta tekið við 22 kW.
- Í fimmta lagi skiptir hitastig rafhlöðunnar máli sem meðal annars ræðst af útihitastigi.Ef við tökum dæmi af algengum rafbíl sem getur tekið við 11 kW í AC hleðslu, hleðslustöðin er þriggja fasa, rafhlaðan er 77 kWh að stærð og rafhlaðan er 20% hlaðin við upphaf hleðslu þá má búast við að það taki tæpar 6 klukkustundir að fullhlaða. Ef hlaðið er fyrir venjulegan, daglegan akstur þá er oftast mælt með að hlaða ekki hærra en í 90% og því myndi taka um 5 klukkustundir að hlaða úr 20% í 90%.
Er hagkvæmara að keyra rafmagnsbíl en eldsneytisbíl jafnvel þó greiða þurfi km gjald af rafbíl?
Já, mun hagkvæmara er að keyra rafbíl en eldsneytisbíl jafnvel þó greiða þurfi kílómetragjald. Orkunýtni rafbíla og því er orkunotkun þeirra mun minni en annarra bíla. Slitfletir eru færri, viðhald því minna og engin olíuskipti þarf að framkvæma á rafbíl.
Ef borinn er saman orkukostnaður bensínbíls sem eyðir um 7 lítrum/100 km við rafmagnsbíl af sambærilegri stærð sem eyðir um 22 kWh/100 km og sem greiðir 6 kr. í kílómetragjald má reikna með að aksturskostnaður á mánuði sé rúmlega 13 þús. krónum lægri á rafbíl eða sem nemur ríflega 50%. Útreikningarnir miðast við að bensínlítri kosti 300 kr. og kWh í heimahleðslu kosti 17 kr.
Kílómetragjald mun leggjast á öll ökutæki óháð orkugjafa frá og með 1. janúar 2025.
Munurinn eykst rafbílnum í hag enn frekar þegar kostnaður við viðhald og olíuskipti er reiknaður á bensínbílinn og þá gæti sparnaðurinn numið 60-70% og sparnaður gæti numið ríflega 17 þús. kr. á mánuði. Það jafngildir um 30-40 þús. kr. í brúttótekjur á mánuði. Reiknaðu sparnaðinn miðað við þínar forsendur.
Getur góður hleðsluhraði bætt upp fyrir minni drægni?
Já hleðsluhraði í hraðhleðslu skiptir miklu máli til að auka drægni innan dagsins á lengri ferðalögum.
Drægni innan dagsins er samspil fimm þátta:
- Eyðslu bílsins í kWh/100 km.
- Stærðar rafhlöðu í kWh.
- Hraðhleðslugetu bílsins í kW.
- Afkastagetu hraðhleðslustöðvar í kW.
- Hlutfallslega raundrægni miðað við uppgefna WLTP drægni.
Tökum dæmi af rafbíl sem er gefinn upp fyrir 450 km drægni á rafhlöðu, hleðslugeta hans í hraðhleðslu er uppgefin 150 kW og hann eyðir um 22 kWh/100 km. Ef hann er hlaðinn í 150 kW hraðhleðslustöð þá má búast við að hægt sé að ná um 75 kWh á 30 mínútum í 150 kW hraðhleðslustöð. Það gæti gefið um 270 km í viðbótardrægni (75 kWh/22*100*0,8) miðað við að raundrægni sé um 80% af uppgefinni drægni.
UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA
„Við þurftum bara að stinga í samband“
Jóhann Einars Guðmundsson, rekstrarstjóri MAX1 Bílavaktinni
Við hjá MAX1 Bílavaktinni á Bíldshöfða vildum skipta yfir í rafsendibíl sem við notum til að skjótast eftir varahlutum vegna viðgerða eða senda dekk til okkar viðskiptavina, lækka bensínkostnað og draga úr losun koltvísýrings. Hraðhleðsluþjónusta Bílorku leysti hleðslumálin fyrir okkur á snjallan hátt þannig að við þurftum bara að stinga rafbílnum í samband.
Þau settu upp eina venjulega AC hleðslustöð með einu tengi fest á vegg sem við getum notað til að hlaða bílinn yfir nótt. En þau settu líka upp litla 30 kW hraðhleðslustöð með einu tengi við hliðina sem er einnig vegghengd. Hún hentar okkur vel ef það koma miklir keyrsludagar. Þá getum við auðveldlega bætt inn á bílinn 100 km á um 40 mínútum t.d. í hádegismatnum. Bílorka sér alfarið um rekstur beggja stöðva, við ræsum og greiðum fyrir orkuna með einföldu appi og einnig vildum við að stöðvarnar væru opnar öllum rafbílanotendum til að auka ánægju okkar rafbílaviðskiptavina en stöðvarnar hafa virka gríðarlega vel frá upphafi“ segir Jóhann Einars Guðmundsson, rekstrarstjóri.
Stöðvarnar hjá MAX1 Bílavaktinni eru báðar frá Gresgying

UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA
„Bílorka leysti hleðslu-innviði Thrifty sendibíla-leigu á snjallan hátt“
Anton Smári Rúnarsson, framkvæmdastjóri Thrifty bílaleigu.
„Við hjá Thrifty sendibílaleigu höfum staðið í umfangsmiklu orkuskiptaátaki með sendibílaflotann okkar. Við lögðum upp með áætlun um að skipta út tólf dísilsendibílum fyrir jafnmarga rafmagnssendibíla og stefndum því að því að verða eina rafsendibílaleiga Íslands og náðist markmiðið snemma árs 2024.
Sendibílaleigan leigir út sendibíla til einstaklinga og fyrirtækja í 2-24 tíma í senn. Því var lykilatriði að hleðsluinnviðir væru nægjanlega öflugir svo auðvelt væri að endurhlaða bílanna þegar þeir kæmu úr leigu tilbúnir í næstu útleigu. Þau hjá Bílorku leystu þetta fyrir okkur á snjallan hátt með þremur hleðslustöðvum. Í fyrsta lagi var sett upp venjuleg 22 kW AC hleðslustöð með tveimur tengjum fest á staur sem nýtist til að hlaða tvo bíla yfir nótt. Í öðru lagi var sett upp lítil 50 kW DC hraðhleðslustöð með tveimur tengjum sem er fest á sökkul sem fylgdi henni. Hún nýtist bæði til að hlaða yfir tvo bíla yfir nótt eða til að „sjússa“ inn á bílanna yfir daginn. Í þriðja lagi setti Bílorka upp stóra 180 kW DC hraðhleððslustöð með tveimur tengjum sem er með gegnumkeyrslu fyrirkomulagi. Hún nýtist vel til að hraðhlaða sendibíla þegar mikið er að gera og lítill tími gefst til að hlaða. En um leið er hún opin öllum rafbílanotendum. Bílorka sér alfarið um reksturinn, öllum stöðvunum er stýrt með e1 appinu, hvort sem er fyrir rekstur sendibilaleigunnar eða fyrir almenning og engin vandamál hafa komið upp með hleðslu“ segir Anton Smári Rúnarsson, framkvæmdastjóri Thrifty bílaleigu.
Stöðvarnar hjá Thrifty sendibílaleigu eru 22 kW AC og 180 kW DC frá Gresgying og 50 kW DC frá Delta.

UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA
„Öflugasta hraðhleðslu-stöðin hér á landi“
Ólafur Helgi Jóhannsson, rekstrarstjóri Thirfty bílaleigu
Bílaleigurnar Thrifty Car Rental, Dollar Rent a Car og Saga Car Rental eru með umsvifamikla útleigustarfsemi á Flugvöllum í Reykjanesbæ, hvort sem er til erlendra ferðamanna eða í langtímaleigu til einstaklinga og fyrirtækja. Við erum með mjög metnaðarfull markmið um orkuskipti með því að hækka hlutfall rafbíla í leigunum og draga þannig úr kolefnisspori leigunnar og erum núna með hæsta hlutfallið á Íslandi eða nálægt 30% af leiguflotanum okkar.
En það kallar á mjög öfluga hleðsluinnviði. Við fengum þau hjá Bílorku til að hanna og setja upp hraðhleðslustöð á Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ og var stöðin opnuð í nóvember 2023. Hún er af Kempower gerð og er öflugasta hraðhleðslustöðin hér á landi, 600 kW og getur hlaðið 8 bíla í einu með miklum afköstum. Stöðin er með gegnumkeyrslufyrirkomulagi með einstaklega auðveldu aðgengi og því er einfalt fyrir rafmagns vörubíla og rafmagns rútur og strætisvagna að hlaða við stöðina. Stöðin er opin öllum rafbílanotendum og öðrum erlendum ferðamönnum sem vilja ferðast um landið á rafbíl. Hún tryggir mikil afköst þannig að endurhleðsla rafbíla við skil gengur hratt fyrir sig auk þess að fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og leigubílstjórar nýta stöðina reglulega. Bílorka sér alfarið um reksturinn og er stöðinni stýrt með e1 appinu sem gerir þetta allt mjög einfalt í rekstri leigunnar“ segir Ólafur Helgi Jóhannsson, rekstrarstjóri
Stöðin er 600 kW Kempower

Orkuskiptin á fullu. Rafbílar og tengiltvinnbílar í umferð á Íslandi í apríl 2025.
Rafbílar
Rafmagn
Tengiltvinn
Heildarfjöldi
Gögn fengin af vef Samgöngustofu