Heimahleðslustöð Smart Wallbox 22 kW AC, 3ja fasa (styður líka 1 fasa), með 5m áföstum kapli með Type2 tengi. Hægt er að fá hleðslustöðina með 7m eða 10m kapli.

  • Með heimahleðslustöð hleðst rafbíllinn hraðar.
  • Heimahleðslustöð tryggir meira öryggi fyrir hleðslu yfir nótt.
  • Heimahleðslustöðin er með 5m áföstum kapli (líka til 7m eða 10m).
  • Við uppsetningu er val um tengingu við 1 fasa eða 3 fasa rafmagn.
  • Uppsetning heimahleðslustöðvar í boði á föstu verði.
  • Heimahleðslustöðin getur verið opin eða aðgangsstýrð með appi.

 

Heimahleðslustöðvar með Type2 tengi sem henta fyrir hleðslu eins bíls við heimili, sumarhús og fyrirtæki. Stöðin er 3 fasa en hentar líka þar sem er 1 fasa rafmagn. Ef síðar er skipt í 3 fasa rafmagn þá er hægt að breyta tengingum í stöðinni og nýta þrjá fasa fyrir aukinn hleðsluhraða. Eini munurinn er að með 3 fasa rafmagni getur þú hlaðið hraðar en oftast skiptir það ekki máli ef þú hefur alla nóttina til að hlaða rafbílinn.

Vöruna má sækja á þjónustuborð vöruhúss Brimborgar á Bíldshöfða 6 milli 8-16 virka daga með framvísun kaupstaðfestingar eða fá hana senda með Dropp skv. gjaldi sem birtist í körfu við kaup. Ef keypt er fyrir hádegi virka daga á höfuðborgarsvæðinu fæst Dropp sending samdægurs. Þegar varan er tilbúin til afhendingar er SMS sent í farsímanúmer sem skráð er í kaupferlinu og þar er fylgst með framgangi sendingar þar sem sendingar- og komutími kemur fram.

Skilafrestur er allt að 365 daga frá kaupum ef varan er ónotuð og óskemmd í óskemmdum umbúðum. Skilast á þjónustuborð vöruhúss Brimborgar við Bíldshöfða 6.

Ábyrgð. Kaupandi hefur rétt samkvæmt íslenskum lögum til að bera fram kvörtun um galla í allt að 2 ár frá kaupdegi og skal senda kvörtun með því að smella á Hafðu samband.

Kaupverð er með virðisaukaskatti.

Specification

Hámarks afköst hleðslustöðvar

22 kW á þremur fösum 7.4 kW á einum fasa (eða skv. hleðslustýringu bílsins)

Straumflutningsafköst kapals

32 amper, 3 fasar

Gerð og fjöldi tengja

1x Type 2

Fyrir hreina rafbíla og tengiltvinn

Já/Já

Netsamskipti

Wifi/4G

Net samskiptastaðall

OCPP 1.6J

B-lekaliði (DC vörn 6mA)

Kapallengd

5 m - 7 m - 10 m

Stærð (lengd, dýpt, hæð)

45mm x 260mm x 230mm

Nettó þyngd

6 kg

Litur

Svartur

Ryk- og rakavörn

IP55

Hitaþol

Mínus 30 til plús 50 gráður

Aðgangsstýring

Opin stöð eða tengd við app / hleðslulykil

e1 app aðgangsstýring möguleg

Já, með eONE (e1) appinu er hægt að taka við greiðslu

Ábyrgð á hleðslustöð

2 ár frá kaupdegi

Heimahleðslustöð Smart Wallbox | 22 kW AC

GRACSWBOX5

Fast verð á uppsetningu hleðslustöðva.

Samstarfsaðili okkar býður viðskiptavinum Íslenskrar Bílorku upp á fast verð á uppsetningu.

99.900 kr. m/vsk

Hleðslukaplar 22 kW með Type 2 tengi og ferðahleðslutæki fyrir Schuko tengil

Öflugur framleiðandi hleðslustöðva.

Gresgying er öflugur kínverskur framleiðandi bæði AC hleðslustöðva fyrir heimili, fyrirtæki og sumarhús og öflugra DC hraðhleðslustöðva fyrir fyrirtæki og rekstraraðila hraðhleðsluneta. Góð reynsla á Íslandi en 22 kW AC Wallbox stöðvarnar og einnig hraðhleðslustöðvar hafa verið í notkun á Íslandi í nokkur ár.

Íslensk Bílorka er hluti af Brimborg

© Höfundarréttur Brimborg | Persónuvernd | Skilmálar | KT. 701277-0239 | VSK.NR. 11650