OKKAR MARKMIÐ ERU HRAÐARI ORKUSKIPTI
Stóraukin þjónusta við rafbílaeigendur á Íslandi.
Íslensk Bílorka er hreyfiafl orkuskipta með það að markmiði að styrkja net hleðslustöðva á Íslandi fyrir rafbíla við heimili, sumarhús, fyrirtæki, umferðaræðar og aðra áfangastaði svo hraða megi orkuskiptum. Aðgerðirnar eru þríþættar:
- Sala og uppsetning hleðslustöðva við heimili, sumarhús, fyrirtæki, gististaði og aðra áfangastaði.
- Rekstur hleðslustöðva með rekstrarleigu á starfsstöðvum fyrirtækja.
- Rekstur hraðhleðslustöðva Bílorku á Íslandi við umferðaræðar og aðra áfangastaði sem eru opnar öllum þar sem lögð er áhersla á hátt þjónustustig og lágt orkuverð sem eflir samkeppni í orkudreifingu fyrir rafbíla. Kort sýnir hraðhleðslustöðvar á Íslandi.
Íslensk Bílorka er hluti af Brimborg.
Orkuskiptin á fullu. Rafbílar og tengiltvinnbílar í umferð á Íslandi í október 2024
Rafbílar
Rafmagn
Tengiltvinnbílar
Heildarfjöldi
Gögn fengin af vef Samgöngustofu
Ótvíræður ávinningur af rafbílum.
Það eru margir kostir við rafmagns fólksbíla, rafsendibíla, rafpallbíla, rafmagnsvörubíla og rafmagnsrútur.
- Íslensk raforka er mun ódýrari en innflutt jarðefnaeldsneyti.
- Þú getur hlaðið heima yfir nótt eða á vinnustað og þarft aldrei aftur á bensínstöð.
- Með heimahleðslu og hleðslustöðvum hjá fyrirtækjum skapast aukin samkeppni í orkudreifingu fyrir bíla.
- Auðvelt að skjóta rafmagni á rafhlöðuna í hraðhleðslustöðvum um allt Ísland.
- Engin olíuskipti, ekkert Ad Blue eða íblöndun í eldsneyti. Þjónusta og viðhald rafbíls er ódýrara en eldsneytisbíls.
- Rafbílar eru kraftmeiri, sneggri vegna betri togkúrfu, skemmtilegri í akstri og lausir við titring og hljóð.
- Forhitun á meðan rafbíllinn er í hleðslu tryggir alltaf heitan bíl þegar lagt er af stað og meiri drægni.
- Rafbílar losa ekki gróðurhúsalofttegundir og skapa enga loftmengun við akstur.
- Langflestir rafbílaeigendur hlaða heima yfir nótt sem bætir nýtingu raforkukerfis Íslands.
- Rafbílar styðja við markmið um sjálfbært Ísland sem við getum verið stolt af sem fyrirmynd í nýtingu grænnar orku.
HRAÐHLEÐSLUNET BÍLORKU. OPIÐ ÖLLUM – LÆGRA VERÐ
HRAÐHLEÐSLUNET BÍLORKU. OPIÐ ÖLLUM – LÆGRA VERÐ
HRAÐHLEÐSLUSTÖÐVAR BÍLORKU Á ÍSLANDI
Lægra verð og aðgengilegri hraðhleðsla fyrir rafbíla.
Bílorka eflir samkeppni í orkudreifingu og hraðhleðslu fyrir rafbíla á Íslandi og hefur opnað net hraðhleðslustöðva sem skoða má á korti. Bílorka býður hraðhleðslu á Íslandi fyrir rafbíla á lægra verði en samkeppnisaðilar. Hraðhleðslustöðvar Bílorku á Íslandi eru opnar fyrir alla rafbílanotendur með auðveldu aðgengi og einfaldri greiðslulausn með eONE (e1) appinu. Skoðaðu hraðhleðslustöðva kort yfir hraðhleðslu á Íslandi á vef Bílorku.
Kynntu þér eONE (e1) appið nánar
Sérkjör í hraðhleðslu fyrir eigendur Brimborgarbíla.
Bílorka eflir samkeppni í orkudreifingu fyrir rafbíla og býður almennt lægra raforkuverð í hraðhleðslustöðvum sínum en samkeppnisaðilar. Að auki býður Bílorka í samvinnu við Brimborg sérkjör með lægra verði í hraðhleðslustöðvar sínar fyrir eigendur rafbíla og annarra rafknúinna tækja sem Brimborg er umboðsaðili fyrir og keypt eru af Brimborg.
Sérkjörin gilda um bíla og tæki frá Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel auk rafknúinna bíla og véla frá Volvo Trucks, Volvo Bus, Volvo Construction Machines, Volvo Penta og Dieci.